Spurði út í þátttöku Sigmundar í nefndarstörfum: „Er þetta í lagi?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:24 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis. Kosningar 2016 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis.
Kosningar 2016 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum