„Ég flýg aldrei aftur með WOW“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2016 12:09 Ingvar Geirsson hefur ekki enn fengið töskuna sína eftir sex daga dvöl í Róm. Hann og kona hans koma til landsins á morgun. Vísir/Stefán Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW. Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent