Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 13:54 Sigurður Ingi Jóhannsson fer af þingflokksfundi Framsóknar síðastliðinn föstudag en nokkrum klukkutímum síðar tilkynnti hann um formannsframboð sitt. vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44