Norðurljósaæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2016 13:00 Norðurljósin stigu tilkomumikinn dans yfir Íslandi í gær. Ljósmyndari Vísis, Anton Brink, var líkt og fleiri með myndavélina á lofti. visir/anton brink Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira