Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 22:38 Frá sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur nú yfir í Filippseyjum. Vísir/EPA Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00
Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“