Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp. Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp.
Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00
Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00
Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18