Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 11:25 Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. vísir/ernir Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00