Endurreisn alþjóðahagkerfisins of hæg Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 11:30 AGS telur að hagvöxtur muni nema 3,4 prósentum árið 2017, samanborið við 3,1 prósent árið 2016. Vísir/Anton Brink Í nýrri skýrslu spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn auknum hagvexti á næsta ári. AGS telur að hagvöxtur muni nema 3,4 prósentum árið 2017, samanborið við 3,1 prósent árið 2016. AGS varar þó við veiklyndi í alþjóðahagkerfinu. Í frétt BBC um málið segir að AGS spái því að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið muni hafa gríðarleg áhrif á næsta ári og hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Bretland um helming, niður í 1,1 prósent. Aukinn hagvöxtur í Japan, Þýskalandi, Rússlandi og Indlandi mun þó vega á móti minni hagvexti í Bandaríkjunum, að sögn sjóðsins. Í skýrslunni er varað við lélegum gangi hjá hagkerfum heimsins þar sem veikur vöxtur geti leitt til minni fjárfestingar og minni framleiðni, og það geti bitnað á mannauði. AGS hefur í dag minni áhyggjur af Kína en áður, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Vöxtur hefur verið stöðugur þar í landi. Hins vegar er varað við langtímaáhrifum af skuldum kínverskra fyrirtækja. Forsvarsmenn AGS óttast orðræðu Donalds Trump, forsetaefnis Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, hvað varðar andstöðu við fríverslunarsamninga. Í skýrslunni segir að það að bakka til fyrri tíma hvað varðar viðskipti geti einungis ýtt undir og framlengt stöðnun í hagkerfi heimsins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Í nýrri skýrslu spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn auknum hagvexti á næsta ári. AGS telur að hagvöxtur muni nema 3,4 prósentum árið 2017, samanborið við 3,1 prósent árið 2016. AGS varar þó við veiklyndi í alþjóðahagkerfinu. Í frétt BBC um málið segir að AGS spái því að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið muni hafa gríðarleg áhrif á næsta ári og hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Bretland um helming, niður í 1,1 prósent. Aukinn hagvöxtur í Japan, Þýskalandi, Rússlandi og Indlandi mun þó vega á móti minni hagvexti í Bandaríkjunum, að sögn sjóðsins. Í skýrslunni er varað við lélegum gangi hjá hagkerfum heimsins þar sem veikur vöxtur geti leitt til minni fjárfestingar og minni framleiðni, og það geti bitnað á mannauði. AGS hefur í dag minni áhyggjur af Kína en áður, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Vöxtur hefur verið stöðugur þar í landi. Hins vegar er varað við langtímaáhrifum af skuldum kínverskra fyrirtækja. Forsvarsmenn AGS óttast orðræðu Donalds Trump, forsetaefnis Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, hvað varðar andstöðu við fríverslunarsamninga. Í skýrslunni segir að það að bakka til fyrri tíma hvað varðar viðskipti geti einungis ýtt undir og framlengt stöðnun í hagkerfi heimsins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira