Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 17:45 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið í dag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26