Lilja býður sig fram til varaformanns Framsóknar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2016 11:04 Lilja Alfreðsdóttir í Háskólabíói fyrr í dag. Vísir/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29
Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58