Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 08:14 Donald Trump Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun í sinn garð. „Ég er fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump á kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólína ríki. „Þau eru að reyna að eyðileggja fyrir einni mestu fjöldahreyfingu í sögu Bandaríkjanna.“ Minnst ellefu konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Trump sem segir konurnar allar vera að ljúga. Trump fór mikinn á kosningafundinum í gær og ræddi um ásakanirnar, þvert gegn ráðum ráðgjafa sinna sem vilja að hann tali um stefnumál sín. „Fólkið mitt segir: Ekki tala um þetta, talaðu um störf, talaðu um efnahaginn. Ég verð samt að fá að tala um þetta vegna þess að ég verð að véfengja þessar sögusagnir,“ sagði Trump.Býr sig undir að tapa segja stjórnmálaskýrendur Í gær stigu tvær konur fram með nýjar ásakanir á hendur Trump. Summer Zervos, fyrrum keppandi í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, og Kristin Anderson. Þær segja báðar að Trump hafi káfað á sér. Trump segir segir að ásakanirnar séu hluti af stærra samsæri ráðandi aðila sem vilji gera allt til þess að koma í veg fyrir að Trump verði kosinn forseti. Þessir aðilar séu hinir stóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og fulltrúar sérhagsmuna. „Það er verið að hagræða úrslitum. Þetta er ein stór hagræðing og ljótar lygar,“ sagði Trump. Fylgi hans hefur tekið væna dýfu í kjölfar ásakananna og minnka líkurnar á því að Trump verði næsti forseti dag frá degi. Stjórnmálaskýrendur ytra segja sumir hverjir að með þessu tali sé Trump að undirbúa tap sitt. Hann verði þá með afsökun á reiðum höndum í nóvember næstkomandi, þegar gengið verður til kosninga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30