Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2016 19:00 Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira