Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Vatnsnesvegur er heflaður endrum og sinnum en fellur fljótt í sama farið aftur. Mynd/Stella Guðrún Ellertsdóttir „Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
„Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00