Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:05 Vísir/Getty Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira
Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Sjá meira