Augu heimsins hvíla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:37 Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. Vísir/Óli Kr. Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós. Kosningar 2016 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós.
Kosningar 2016 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira