Augu heimsins hvíla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:37 Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. Vísir/Óli Kr. Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira