Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. október 2016 21:45 Það virðast liltar líkur á að vinstristjórn gangi upp en Katrín segir samstarf VG og Sjálfstæðisflokks ekki líklegt. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatn í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir enga málefnalega samleið milli síns flokks og þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. „Núverandi stjórnarflokkar hafa rekið mjög harða hægristefnu, allt frá því að þeir tóku við. Það hafa verið lækkaðar álögur á efnamesta fólkið í samfélaginu. Hér var sagt áðan að leiðréttingin hefði skilað sér til tekjulágra hópa. Samkvæmt skýrslu sem fjármálráðherra lagði sjálfur fram skilaði hún sér einmitt til tekjuhærri hópa og eignameiri hópa. Á sama tíma hefur ekki verið unnið í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín Margir hafa velt því upp síðustu daga hvort að möguleiki sé á samstarfi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var því haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, hefði haldið slíku fram á fundi í Grímsey. Steingrímur þvertók þó fyrir það. Þá hafa Píratar, Vinstri Græn, Samfylking og Björt framtíð lýst yfir vilja til samstarfs að loknum kosningum, en allt útlit er fyrir að þeir flokkar nái ekki þingmeirihluta.Engin málefnaleg samleið„Ég segi það, það hlýtur hver maður að sjá að málefnaleg samleið með okkur í VG, sem viljum hafa réttlátt skattkerfi, þar sem þeir sem eiga mestan auð og mest fjármagn eru skattlagðir hlutfallslega meira en lágtekjufólkið og millitekjufólkið sem heldur hér uppi þessu landi. Það er afar ólíklegt í mínum huga og ég hef ekki séð neina málefnalega samleið með þessu. Við erum að tala fyrir skýrum breytingum, við erum að tala fyrir auknum jöfnuði og jöfnum tækifærum,“ sagði Katrín jafnframt á RÚV í kvöld Þóra Arnórsdóttir, einn umsjónarmaður þáttarins, ynnti þá Katrínu eftir skýru svari. „Þetta var algjörlega skýrt svar. Það er engin málefnaleg samleið á milli. Við í VG erum ekki að fara í ríkisstjórn til þess að hafa engin áhrif.“ Vinstri græn mælast með í kringum 17 prósent í öllum nýjustu könnunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27 Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hafa þurft að sjóða vatn í 79 daga Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Steingrímur J. furðar sig á því að Benedikt hlaupi á eftir ómarktækum heimildum. 20. október 2016 22:27
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38