Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2016 19:30 Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50