Ræddu saman í síma í gær Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 31. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira