Erlendir fjölmiðlar fjalla um árangur Pírata nína hjördís þorkeldóttir skrifar 30. október 2016 16:38 Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Pírötum mikinn áhuga. Vísir/Eyþór Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016 Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37
Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17