Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:14 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur. Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur.
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04