Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 01:38 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37