Minna um útstrikanir nú en árið 2013 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Samanburður milli kosninganna nú og 2013. grafík/guðmundur snær Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07