BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 12:21 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13