„Staðan er svolítið snúin" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2016 18:45 Unnið er að því að reyna að afstýra verkfallinu, sem hefjast á að óbreyttu annað kvöld. Vísir/vilhelm Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06
Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39