Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. NordicPhotos/Getty Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira