Birgitta: 90 prósent líkur á fimm flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. desember 2016 22:09 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15
Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06