VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:00 Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira