Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Mannvirkin gætu orðið enn stærri en nú tíðkast ef verkefni með vindmyllur á Mosfellsheiði dregst á langinn. Myllurnar á myndinni eru nærri Búrfellsvirkjun. Vísir/Valli Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira