Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:47 Þingflokksformaður Pírata segir að það væri "rosalega kristilegt“ ef kirkjan hefði sjálf frumkvæði að því að láta aukin fjárframlög renna í heilbrigðiskerfið. Myndvinnsla/Garðar Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“ Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“
Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50