Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 10:18 Donald Trump og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/EPA Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“. Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“.
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira