Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:31 Dagur Sigurðsson fagnar Evrópumeistaratitlinum. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson
Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita