Traust þjóðarinnar til fjölmiðla fer þverrandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. desember 2016 12:45 DV er sá prentmiðill sem flestir sögðust bera lítið traust til. vísir/vilhelm Fleiri bera lítið traust til fjölmiðla í dag en fyrir tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á trausti til fjölmiðla. Könnunin var gerð frá 9. til 14. desember síðastliðinn og úrtakið var 942 manns. Mest traust til RúvAf þeim miðlum sem kannaðir voru báru flestir þeirra sem tóku afstöðu mikið traust til Fréttastofu RÚV eða 69 prósent. Örlítið færri sögðust bera mikið traust til ruv.is eða 67 prósent. Á eftir Fréttastofu Rúv og ruv.is kemur Fréttastofa Stöðvar 2 en 41 prósent þátttakenda kvaðst bera mikið traust til hennar.Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts samkvæmt könnuninni.mynd/mmrDV nýtur lítils traustsAf þeim netmiðlum sem spurt var um mældist mbl.is með mest traust, eða 41 prósent. Þar á eftir kemur visir.is með 33 prósent. Morgunblaðið er sá prentmiðill sem flestir sögðust bera mikið traust til, eða 37 prósent. Af aðspurðum bera 30 prósent mikið traust til Fréttablaðsins. Hins vegar ber að geta þess að ögn fleiri sögðust bera „frekar lítið“ eða „mjög lítið“ traust til Morgunblaðsins, eða 34 prósent heldur en Fréttablaðsins sem nýtur frekar lítils eða mjög lítils trausts 29 prósenta aðspurðra. Sá miðill sem fólk treystir hvað minnst er DV og DV.is en 66 prósent aðspurðra sögðust bera frekar lítið eða lítið traust til miðilsins. Pressan og Morgunblaðið koma í kjölfarið.Traust landsmanna til fjölmiðla hefur farið þverrandi á síðastliðnum fjórum árum.mynd/mmrTraust til fjölmiðla hefur farið minnkandiÞað sem helst dregur til tíðinda frá því að könnunin var gerð síðast er að fleiri bera lítið traust til fjölmiðla, eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Traust til fjölmiðla hefur jafnframt farið þverrandi frá fyrstu könnuninni 2012.DV hefur verið á botni listans undanfarin ár.mynd/mmr Fjölmiðlar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Fleiri bera lítið traust til fjölmiðla í dag en fyrir tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á trausti til fjölmiðla. Könnunin var gerð frá 9. til 14. desember síðastliðinn og úrtakið var 942 manns. Mest traust til RúvAf þeim miðlum sem kannaðir voru báru flestir þeirra sem tóku afstöðu mikið traust til Fréttastofu RÚV eða 69 prósent. Örlítið færri sögðust bera mikið traust til ruv.is eða 67 prósent. Á eftir Fréttastofu Rúv og ruv.is kemur Fréttastofa Stöðvar 2 en 41 prósent þátttakenda kvaðst bera mikið traust til hennar.Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts samkvæmt könnuninni.mynd/mmrDV nýtur lítils traustsAf þeim netmiðlum sem spurt var um mældist mbl.is með mest traust, eða 41 prósent. Þar á eftir kemur visir.is með 33 prósent. Morgunblaðið er sá prentmiðill sem flestir sögðust bera mikið traust til, eða 37 prósent. Af aðspurðum bera 30 prósent mikið traust til Fréttablaðsins. Hins vegar ber að geta þess að ögn fleiri sögðust bera „frekar lítið“ eða „mjög lítið“ traust til Morgunblaðsins, eða 34 prósent heldur en Fréttablaðsins sem nýtur frekar lítils eða mjög lítils trausts 29 prósenta aðspurðra. Sá miðill sem fólk treystir hvað minnst er DV og DV.is en 66 prósent aðspurðra sögðust bera frekar lítið eða lítið traust til miðilsins. Pressan og Morgunblaðið koma í kjölfarið.Traust landsmanna til fjölmiðla hefur farið þverrandi á síðastliðnum fjórum árum.mynd/mmrTraust til fjölmiðla hefur farið minnkandiÞað sem helst dregur til tíðinda frá því að könnunin var gerð síðast er að fleiri bera lítið traust til fjölmiðla, eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Traust til fjölmiðla hefur jafnframt farið þverrandi frá fyrstu könnuninni 2012.DV hefur verið á botni listans undanfarin ár.mynd/mmr
Fjölmiðlar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira