IKEA losar sig við sexkantinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 17:42 Það fer hver að verða síðastur að bera sexkantana augum í húsakynnum IKEA í Kauptúni. VÍSIR/ANTON BRINK Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira