Skíðafólk ársins valið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2016 18:00 Skíðafólk ársins 2016. mynd/skíðasamband íslands Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári. Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016. Snorri Einarsson varð fyrir valinu í karlaflokki og María Guðmundsdóttir í kvennaflokki. Snorri Einarsson er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt á sex mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15 km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174.sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018. María stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná 3. sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður-Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má get að Norður-Ameríku bikar (álfukeppni) er næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári.
Aðrar íþróttir Fréttir ársins 2016 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum