Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:31 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?