Bjarni um stjórnarsáttmálann: „Lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:43 Bjarni segir Sjálfstæðismenn glaða með niðurstöðuna. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20