Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2017 12:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landverndar. vísir Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00