Laugardalslaug stífluð á nýársdag Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Ein sundlaug í Reykjavík, Laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/Hanna Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við. Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við.
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira