Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 15:40 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent