Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 15:40 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45