Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:03 Víðtæk leit stendur yfir. vísir/vilhelm Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira