Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 20:00 Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira