Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 20:21 Donald Trump undirritaði tilskipunina í gær. vísir/epa Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42
Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00