Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 19:30 Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira