„Maður verður að vona það besta“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. janúar 2017 20:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07