Frakkar hvíldu sína bestu menn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:40 Nyokas var öflugur með franska liðinu í gær. Vísir/Getty Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira