SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 13:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00