Ferskum gulrótum skaut upp á Dalvík í vorveðrinu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Gulræturnar sem Guðný tók upp. Mynd/Guðný Sigríður Ólafsdóttir „Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
„Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira