Græni hatturinn og Hard Rock í samstarf um tónleikahald Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Hard Rock hóf rekstur við Lækjargötu í haust. Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum. Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Græni Hatturinn á Akureyri og Hard Rock Cafe Reykjavík hafa ákveðið að hefja samstarf varðandi tónleikahald. Hljómsveitir munu spila á báðum stöðum um sömu helgarnar. „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Græna hattinn enda er staðurinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og annálaður fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Samstarfið felur í sér að hljómsveitir sem spila á Græna Hattinum munu einnig spila hjá okkur á Hard Rock,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe. Gott dæmi um þetta samstarf er að helgina 17.-18. febrúar munu hljómsveitirnar Todmobile, Thingtak og Dali spila á báðum stöðunum. „Todmobile verður hér á Hard Rock á föstudagskvöldinu og á Græna hattinum á laugardagskvöldinu en Dalí og Thingtak verða fyrir norðan á föstudagskvöldið og hér á Hard Rock á laugardagskvöldið. Þetta er spennandi samstarf og mun efla tónleikahald hér í Reykjavík og á Akureyri. Staðirnir munu hjálpast að við að gleðja tónlistaráhugamenn bæði sunnan og norðan heiða. Stefnan er að vera með mjög góða og fjölbreytta dagskrá á báðum stöðum,“ segir Stefán.Hard Rock er mjög vel í stakk búinn að halda tónleika að sögn Stefáns. Staðurinn er þúsund fermetrar að stærð og nóg af sætum. Meðal þess sem er að finna á Hard Rock er m.a. trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir þannig að tónlistarandinn svífur yfir staðnum. „Okkur á Græna hattinum hlakkar til að taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi. Þetta hjálpar okkur líka til að taka á móti erlendum hljómsveitum. Græni Hatturinn fær í hverri viku boð frá erlendum hljómsveitum sem vilja koma til Íslands að spila. Nú eru tvær erlendir hljómsveitir bókaðar og fleiri eru í athugun,“ segir Haukur Tryggvason, staðarhaldari á Græna hattinum.
Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira