Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:38 Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira